Greitt skoðunargjald

 

Skoðun í Hjartavernd eða sambærilegum aðila 75% af reikningi, hámark 26.000 á 24 mánaða fresti. Krabbameinsskoðun. Skoðun hjá Heyrnar- og talmeinastöð greitt er 90% af reikningi á 5 ára tímabili að hámarki kr. 30.000.
Gleraugnastyrkur

 

75% af kostnaði, hámark 60.000 kr. á 4ja ára fresti.
Leyseraugnaðgerðir

 

Styrkur til laseraugnaaðgerða 75% af kostnaði, hámark 130.000 kr. á 4ja ára fresti.
Heyrnartæki

 

75% af kostnaðir, hámark 150.000 x 2 á 4ja ára fresti
Menntunarstyrkur

 

150.000 kr. á ári v/starfstengds náms, 45.000 kr. fyrir tómstundanám,  þó aldrei hærra en 80% af reikningi.
Krabbameinsleit

 

(Kembileit) 75% af kostnaði, hámark 32.000 kr. á 2ja ára fresti.  Hópskoðun kvenna greidd að fullu, þ.e. legháls og brjóstaskoðun.
Fæðingarorlof

 

Stjórnandi (karl eða kona) fær 100.000 kr. Fæðingarstyrk, skila fæðingarvottorði.
Ættleiðing

 

Greiddur er hluti kostnaðar v/ættleiðingar að hámarki 200.000 kr. fyrir hvert barn , á hverju 24 mánaða tímabili.
Glasa- og Tæknifrjógun

 

Umsókn, allt að 150.000 kr.
Sjúkraþjálfun

 

Greitt 75% af kostnaði fyrir hvert skipti, hámark 3.500 kr. í allt að 35 skipti yfir 12 mánaða tímabil á móti sjúkratryggingum Íslands.
Kíropraktor, sjúkranudd

 

Hjá löggiltum aðila, meðferð hjá Kírópraktor greidd sama krónutala og með sama hætti og vegna sjúkraþjálfunar. Tilvísun frá lækni fylgi.
Sálfræðingur/félagsráðgj.

 

Greitt er 75% af kostnaði fyrir hvert skipti, hámark 12.000 kr. í allt að 20 skipti yfir 12 mánaða tímabil.
Lögfræðiþjónusta

 

VSSÍ gefur félagsmönnum kost á ráðgjöf um lögfræðileg efni hjá lögfræðingi. Panta þarf tíma hjá VSSÍ í síma 553-5040.
Sjúkraþjálfun Hlstöðin

 

Hámarksgreiðsla er 6.000 kr. pr. mánuð.
Hveragerði NFLÍ

 

Vegna endurhæfingar félagsmanns í starfi, í allt að 28 daga á hverju 12 mánaða tímabili á heilsuhæli innanlands viðurkenndu af  Tryggingastofnun. 75% af kostnaði, hámark 150.000 kr. Tilvísun frá lækni fylgi umsókn.
Miða skal við flokk 2 N.L.F.Í (Gullströnd) Öryrkjar og aldraðir eiga rétt á 28 dögum á 24 mánaða tímabili.
Dánarbætur Vegna fráfalls stjórnanda, sem hættur er starfi, aldraður/öryrki  300.000 kr.
Vegna fráfalls stjórnanda í starfi 520.000 kr. Maki og börn y.en 20 ára  fá að auki 520.000 kr. (eitt barn) + 260.000 með hverju barni eftir það.
Bfs greiðir 146.652 kr. ( til viðbótar þess sem VSSÍ greiðir )
Vegna fráfalls barns starfandi verkstjóra/stjórnanda 260.000 kr.
Vegna fráfalls maka starfandi verkstjóra/stjórnanda 300.000 kr.
Vegna langveiks barns starfandi verkstjóra 314.160 kr. á 12 mánaða fresti.

Birt með fyrirvara um prentvillur.